Kjarasamninganefnd

4. fundur 08. mars 2010
Kjarasamninganefnd - Fundargerð
4. fundur 2010
8. mars 2010   kl. 14:30 - 16:15
Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Ásgeir Magnússon formaður
María Ingadóttir
Ögmundur Haukur Knútsson
Karl Guðmundsson
Halla M. Tryggvadóttir fundarritari
1.          TV einingar vegna markaðs- og samkeppnisaðstæðna 2010
2010010191
Umfjöllun um uppsögn samninga um greiðslu TV eininga vegna markaðs- og samkeppnisaðstæðna sem ekki uppfylla skilyrði reglna Akureyrarbæjar um greiðslu þeirra.
Á fund nefndarinnar komu fulltrúar starfsmanna á framkvæmdadeild og skipulagsdeild Akureyrarbæjar ásamt fulltrúum starfsmanna hjá Fasteignum Akureyrarbæjar.
Hermann Jón Tómasson bæjarstjóri sat fundinn undir þessum lið.


2.          Yfirvinna starfsmanna Akureyrarbæjar
2010030034
Umfjöllun um yfirvinnu starfsmanna Akureyrarbæjar árið 2009.
Kjarasamninganefnd lýsir yfir ánægju sinni með þróun yfirvinnu hjá Akureyrarbæ á árunum 2006-2009.  Ákveðið að boða á næsta fund nefndarinnar embættismenn og stjórnendur stofnana þar sem nefndin telur ástæðu til að skoða frekar magn yfirvinnu.Fundi slitið.