Kjarasamninganefnd

3. fundur 08. febrúar 2010
Kjarasamninganefnd - Fundargerð
3. fundur 2010
8. febrúar 2010   kl. 14:00 - 15:35
Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Ásgeir Magnússon formaður
María Ingadóttir
Ögmundur Haukur Knútsson
Karl Guðmundsson
Halla M. Tryggvadóttir fundarritari
1.          TV einingar vegna markaðs- og samkeppnisaðstæðna 2010
2010010191
Umfjöllun um greiðslu TV eininga vegna markaðs- og samkeppnisaðstæðna.
Guðríður Friðriksdóttir framkvæmdastjóri Fasteigna Akureyrarbæjar mætti á fundinn undir þessum lið.
Kjarasamninganefnd samþykkir að leggja til við bæjarráð að TV einingum, sem greiddar hafa verið nokkrum starfsmönnum, vegna markaðs- og samkeppnisaðstæðna, verði sagt upp með 3ja mánaða fyrirvara vegna breyttra markaðsaðstæðna. Framkvæmdin verði þannig að núverandi einingar falli niður á allt að 12 mánaða aðlögunartíma skv. framlögðu yfirliti. Kjarasamninganefnd samþykkir jafnframt að taka til skoðunar eftir 6 mánuði greiðslu TV eininga vegna markaðs- og samkeppnisaðstæðna til annarra starfsmanna bæjarins sem áfram munu njóta þeirra.Fundi slitið.