Kjarasamninganefnd

11. fundur 07. desember 2009
Kjarasamninganefnd - Fundargerð
11. fundur 2009
7. desember 2009   kl. 10:30 - 11:45
Fundarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Ásgeir Magnússon formaður
María Ingadóttir
Ögmundur Haukur Knútsson
Karl Guðmundsson
Halla M. Tryggvadóttir fundarritari
1.          Starfsmaður vistunarmatsnefndar heilbrigðisumdæmis norðurlands - launaröðun
2009070072
Erindi dags. 20. júlí 2009 frá Rannveigu Guðnadóttur hjúkrunarfræðingi MSc varðandi launasetningu starfs starfsmanns vistundarmatsnefndar heilbrigðisumdæmis Norðurlands.
Samþykkt að framlengja fyrri ákvörðun frá 7. fundi kjarasamninganefndar 29. apríl 2009 um greiðsluTV eininga vegna markaðs- og samkeppnisaðstæðna.


2.          Deildarstjórar heimahjúkrunar - ósk um endurskoðun
2009110068
Bréf dags. 10. nóvember 2009 frá Margréti Guðjónsdóttur framkvæmdastjóra Heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri þar sem óskað er eftir endurskoðun á stjórnendahlutverki deildarstjóra heimahjúkrunar.
Afgreiðslu frestað.


3.          TV einingar - úthlutanir árið 2010
2009120024
Úthlutun TV eininga vegna verkefna og hæfni árið 2010.
Í ljósi aðstæðna leggur kjarasamninganefnd til að ekki verið úthlutað TV einingum vegna verkefna og hæfni á árinu 2010.Fundi slitið.