Kjarasamninganefnd

10. fundur 18. júní 2009
Kjarasamninganefnd - Fundargerð
10. fundur 2009
18. júní 2009   kl. 15:00 - 15:45
Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Ásgeir Magnússon formaður
María Ingadóttir
Ögmundur Haukur Knútsson
Halla M. Tryggvadóttir fundarritari
1.          TV einingar - úthlutun vorið 2009
2009010101
Kynnt niðurstaða matshóps um úthlutun TV eininga vegna umsóknar sem ekki lá fyrir þegar matshópurinn afgreiddi tillögu að úthlutun vorið 2009.
Kjarasamninganefnd samþykkir að tillögu matshóps að hafna umsókn um TV einingar vegna verkefna og hæfni. TV einingar fyrir verkefni og hæfni eru greiddar í allt að 8 mánuði fyrir hvert 12 mánaða tímabil.  Umækjandi fékk úthlutað TV einingum í 8 mánuði frá 1. október 2008 og er umsókninni því hafnað.


2.          TV einingar - úthlutun haustið 2009
2009060117
Úthlutun TV eininga vegna verkefna og hæfni haustið 2009.
Í ljósi aðstæðna leggur kjarasamninganefnd til að ekki verði úthlutað TV einingum vegna verkefna og hæfni haustið 2009.Fundi slitið.