Kjarasamninganefnd

9. fundur 29. maí 2009
Kjarasamninganefnd - Fundargerð
9. fundur 2009
29. maí 2009   kl. 08:15 - 09:30
Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Ásgeir Magnússon formaður
María Ingadóttir
Þórarinn B. Jónsson
Halla M. Tryggvadóttir fundarritari
1.          TV einingar - úthlutun vorið 2009
2009010101
Kynnt niðurstaða matshóps um úthlutun TV eininga vegna verkefna og hæfni vorið 2009.
Kjarasamninganefnd samþykkir niðurstöðu matshóps um úthlutun TV eininga vegna verkefna og hæfni til þriggja umsækjenda, en gerir breytingu á tillögu matshópsins um fjölda úthlutaðra mánaða.  Samþykkt úthlutun til 4ra mánaða í hverju tilviki.
Katrín Björg Ríkarðsdóttir sat fundinn undir þessum lið.


2.          Heimaþjónusta Akureyrarbæjar - akstur á einkabifreiðum
2009030024
Lögð fram tillaga að nýjum reglum um greiðslur vegna aksturs starfsmanna í þágu  Akureyrarbæjar á einkabifreiðum.
Farið yfir umsagnir embættismanna um fyrirliggjandi drög að reglum um akstur starfsmanna á einkabifreiðum.
Reglur um akstur starfsmanna samþykktar með þeim breytingum sem gerðar voru á fundi kjarasamninganefndar og taka þær gildi 1. júní nk.Fundi slitið.