Kjarasamninganefnd

7. fundur 29. apríl 2009
Kjarasamninganefnd - Fundargerð
7. fundur 2009
29. apríl 2009   kl. 13:15 - 14:00
Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Ásgeir Magnússon formaður
María Ingadóttir
Ögmundur Haukur Knútsson
Karl Guðmundsson
Halla M. Tryggvadóttir fundarritari
1.          SFR - stofnanasamningur endurskoðun
2009040094
Tekið fyrir ódags. erindi varðandi endurskoðun á launaröðun í stofnanasamningi SFR og Akureyrarbæjar dags. 17. janúar 2007.
Kjarasamninganefnd lítur svo á að forsendur sem lágu til grundvallar þegar gengið var frá samningi í janúar 2007 um launaröðun starfa skv. kjarasamningi SFR og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs hafi ekki ekki breyst og því ekki tilefni til breytinga á samningi aðila.


2.          Stofnanasamningur HAK og Kjölur, 1. des. 2008
2009040093
Erindi frá Kili vegna ósamræmis í launakjörum sjúkraliða sem vinna sambærileg störf skv. mismunandi kjarasamningum.
Kjarasamninganefnd samþykkir að jafna kjör sjúkraliða, með ráðningarkjör skv. kjarasamningi fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs við Kjöl og stofnanasamningi Kjalar og Akureyrarbæjar, við kjör sjúkraliða sem vinna sambærileg störf skv. öðrum kjarasamningum.  Ákvörðunin gildir til 31. ágúst 2009.


3.          TV einingar - starfsmaður vistunarmats HAK
2009030150
Umsókn frá Heilsugæslustöðinni á Akureyri dags.  26. mars 2009 um tímabundin viðbótarlaun (TV einingar) vegna markaðs- og samkeppnisaðstæðna vegna starfs við  vistunarmat.
Samþykkt að framlengja fyrri úthlutun í 6 mánuði frá og með 1. mars 2009.Fundi slitið.