Kjarasamninganefnd

6. fundur 18. mars 2009
Kjarasamninganefnd - Fundargerð
6. fundur
18. mars 2009   kl. 08:15 - 10:00
Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Ásgeir Magnússon formaður
María Ingadóttir
Ögmundur Haukur Knútsson
Karl Guðmundsson
Halla M. Tryggvadóttir fundarritari
1.          Kjör embættismanna 2009
2009030032
Umfjöllun um reglur um kjör embættismanna frá 3. maí 2007 ásamt vinnureglum sem eru hluti þeirra.
Sigrún Björk Jakobsdóttir bæjarstjóri sat fund kjarasamninganefndar undir þessum dagskrárlið.
Samþykkt tillaga að breytingum á ofangreindum reglum.
Samþykkt að lækka laun embættismanna hjá Akureyrarbæ.  Tillaga að lækkun skal kynnt fulltrúum embættismanna og leitað umsagnar þeirra.  Tillaga að lækkun er í samræmi við úrskurð kjararáðs frá 1. mars 2009 um lækkun launa embættismanna hjá ríkinu sem undir það heyra og í samræmi við lækkun launa stjórnenda hjá ýmsum öðrum sveitarfélögum.


2.          TV einingar vegna markaðs- og samkeppnisaðstæðna
2009030034
Kynnt niðurstaða athugunar á stöðu starfa á markaði.
Samþykkt að segja upp þeim hluta núgildandi samninga um greiðslu TV eininga vegna markaðs- og samkeppnisaðstæðna sem ekki uppfylla skilyrði  reglna Akureyrarbæjar um tímabundin viðbótarlaun.Fundi slitið.