Kjarasamninganefnd

5. fundur 11. mars 2009
Kjarasamninganefnd - Fundargerð
5. fundur
11. mars 2009   kl. 13:15 - 14:30
Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Ásgeir Magnússon formaður
María Ingadóttir
Ögmundur Haukur Knútsson
Karl Guðmundsson
Halla M. Tryggvadóttir fundarritari
1.          TV einingar vegna markaðs- og samkeppnisaðstæðna
2009030034
Farið yfir reglur um úthlutun og úthlutanir frá því heimild til greiðslu TV eininga vegna markaðs- og samkeppnisaðstæðna var veitt í kjarasamningum.
Ákveðið að kanna stöðu á markaði varðandi þau störf sem úthlutað hefur verið TV einingum.


2.          Stjórnendaálag - reglur 2009
2009030033
Umræða um endurskoðun á reglum Akureyrarbæjar um greiðslu stjórnendaálags.
Farið yfir núgildandi reglur um stjórnendaálag.

3.          Kjör embættismanna 2009
2009030032
Farið yfir núgildandi reglur um kjör embættismanna hjá Akureyrarbæ.

4.          Heimaþjónusta Akureyrarbæjar - akstur á einkabifreiðum
2009030024
Erindi dags. 1. mars 2009 frá Hörpu Garðarsdóttur og Hólmfríði Hreinsdóttur f.h. starfsmanna Heimaþjónustu Akureyrarbæjar þar sem óskað er eftir aukinni greiðslu fyrir akstur í tengslum við starf þeirra sem starfa hjá Heimaþjónustu Akureyrarbæjar. Einnig er óskað eftir staðfestingu á því að ef skjólstæðingur veldur tjóni á bifreið starfsmanns, muni Akureyrarbær greiða tjónið, sbr. tjón á öðrum eigum starfsmanna.
Starfsmannastjóra falið að leggja fram á næsta fundi tillögu að breyttum reglum um greiðslur til starfsmanna fyrir akstur.Fundi slitið.