Kjarasamninganefnd

4. fundur 25. febrúar 2009
Kjarasamninganefnd - Fundargerð
4. fundur
25. febrúar 2009   kl. 08:00 - 12:30
Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Ásgeir Magnússon formaður
María Ingadóttir
Ögmundur Haukur Knútsson
Karl Guðmundsson
Halla M. Tryggvadóttir fundarritari
1.          Yfirvinna starfsmanna Akureyrarbæjar
2009010234
Eftirtaldir formenn nefnda, deildarstjórar og forstöðumenn stofnana mættu á fund kjarasamninganefndar undir þessum lið, til að fjalla um magn yfirvinnu og reglur Akureyrarbæjar um hámark yfirvinnu: Helena Þ. Karlsdóttir, Helgi Már Pálsson, Stefán Baldursson, Þorbjörn Haraldsson, Jón Birgir Gunnlaugsson, Tómas Björn Hauksson, Elín M. Hallgrímsdóttir, Gunnar Gíslason, Ólafur Jónsson, Kristinn H. Svanbergsson og Guðmundur Karl Jónsson.
Farið var yfir aðgerðir umræddra stofnana til að draga úr yfirvinnu.
Kjarasamninganefnd lýsir yfir ánægju sinni með þær breytingar sem unnið er að og kynntar voru nefndinni og hvetur stofnanir og fagnefndir Akureyrarbæjar til að fylgja því eftir að samþykkt bæjarráðs Akureyrar um hámarksfjölda yfirvinnutíma verði virt.


2.          TV einingar - ljósmæður HAK
2009010260
Kynnt umsókn dags. 13. febrúar 2009 um greiðslu tímabundinna viðbótarlauna vegna markaðs- og samkeppinsaðstæðna.
Samþykkt úthlutun 3ja TV eininga  m.v. 100% starfshlutfall, vegna markaðs- og samkeppnisaðstæðna  frá 1. janúar 2009 með fyrirvara um samþykki jafnréttisfulltrúa.  Gildistími samþykktarinnar er til loka kjarasamnings Launanefndar sveitarfélaga og Ljósmæðrafélags Íslands 31. ágúst 2009.


3.          Fundaáætlun kjarasamninganefndar
2009020172
Lögð fram tillaga að fundaáætlun kjarasamninganefndar fyrir fyrri helming ársins 2009.
Tillagan samþykkt með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum.Fundi slitið.