Kjarasamninganefnd

2. fundur 26. janúar 2009
Kjarasamninganefnd - Fundargerð
2. fundur 2009
26. janúar 2009   kl. 15:00 - 16:45
Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Ásgeir Magnússon formaður
María Ingadóttir
Ögmundur Haukur Knútsson
Karl Guðmundsson
Halla M. Tryggvadóttir fundarritari
1.          Samþykkt fyrir kjarasamninganefnd Akureyrarbæjar
2008060043
Samþykkt kjarasamninganefndar Akureyrarbæjar sem samþykkt var af bæjarstjórn Akureyrar 20. janúar 2009 kynnt.
Lagt fram ti kynningar.


2.          Yfirvinna starfsmanna Akureyrarbæjar
2009010234
Umfjöllun um yfirvinnu starfsmanna Akureyrarbæjar árið 2008.
Verulegur misbrestur er á að reglum bæjarráðs um magn yfirvinnu sé fylgt hjá ákveðnum deildum.  Kjarasamninganefnd felur starfsmannastjóra að boða deildarstjóra umræddra deilda ásamt forstöðumönnum stofnana sem um ræðir á fund kjarasamninganefndar til að fjalla um framkvæmd samþykkta Akureyrarbæjar um hámark yfirvinnu.  Kjarasamninganefnd beinir því til bæjarráðs að skoða sérstaklega yfirvinnu hjá Hafnasamlagi Norðurlands.  Í ljósi breyttra aðstæðna á vinnumarkaði er ástæða til að taka magn yfirvinnu og vinnufyrirkomulag á stofnunum til sérstakrar skoðunar.  Kjarasamninganefnd hvetur til aukins aðhalds og eftirlits stjórnenda til að tryggja að stofnanir þeirra haldi sig innan setts ramma um hámark yfirvinnu, þetta er sérstaklega brýnt við núverandi aðstæður í þjóðfélaginu.


3.          Skilgreining á yfirvinnu vegna yfirvinnuþaks
2008110077
Framhaldið umræðu frá 1. fundi 2009 um skilgreiningu á yfirvinnu vegna yfirvinnuþaks hjá Akureyrarbæ.
Allir greiddir yfirvinnutímar reiknast þegar samtals yfirvinna er reiknuð fyrir hámark yfirvinnu vegna ákvörðunar bæjarráðs um yfirvinnuþak. Kjarasamninganefnd leggur til að hámark yfirvinnu verði óbreytt þannig að almennt hámark verði áfram 500 tímar á ári.


4.          Deildarstjórar á Öldrunarheimilum Akureyrar - stjórnunarhlutverk
2008120083
Umfjöllun um erindi dags. 18. nóvember 2008 frá framkvæmdastjóra Öldrunarheimila Akureyrarbæjar, hjúkrunarforstjóra ÖA og hjúkrunardeildarstjórum ÖA.
Afgreiðslu erindis frestað.
5.          TV-einingar - hjúkrunardeildarstjórar á Öldrunarheimilinu Hlíð
2008100058
Umfjöllun um umsókn dags. 13. október 2008 um  tímabundin viðbótarlaun (TV-einingar) vegna markaðs- og samkeppnisaðstæðna.
Kjarasamninganefnd hafnar umsókn um greiðslu TV-eininga vegna markaðs- og samkeppnisaðstæðna vegna mismunandi gildistíma kjarasamninga hjá ríki og sveitarfélögum fyrir tímabilið 1. júlí - 1. desember 2008.


6.          TV einingar - úthlutun vorið 2009
2009010101
Lögð fram tillaga þess efnis að 10. febrúar nk. verði auglýst eftir umsóknum um TV-einingar vegna verkefna og hæfni vorið 2009.
Framlögð tilllaga samþykkt.


7.          Starfsmat sveitarfélaga - endurmat
2008060044
Niðurstaða í 2. áfanga endurmats  (0-störf) í starfsmati sveitarfélaga, Samstarf.
Farið yfir niðurstöður í endurmati starfsmats fyrir svokölluð "0-störf".  
Lagt fram til kynningar.


8.          Nefndalaun reglur -  2009
2009010157
Breyting á reglum um nefndarlaun frá 1. janúar 2009 sem samþykkt var í bæjarráði 15. janúar 2009.
Lagt fram til kynningar.Fundi slitið.