Kjarasamninganefnd

5. fundur 03. nóvember 2008
Kjarasamninganefnd - Fundargerð
5.fundur
3. nóvember 2008   kl. 14:05 - 16:15
Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Ásgeir Magnússon formaður
María Ingadóttir
Ögmundur Haukur Knútsson
Karl Guðmundsson
Halla M. Tryggvadóttir fundarritari
1.          Samþykkt fyrir kjarasamninganefnd Akureyrarbæjar
2008060043
Lögð fram drög að samþykkt fyrir kjarasamninganefnd Akureyrarbæjar.  Umræður.
Afgreiðslu frestað.


2.          Yfirvinna starfsmanna Akureyrarbæjar
2008060046
Umfjöllun um yfirvinnu starfsmanna Akureyrarbæjar það sem af er árinu 2008.
Farið yfir yfirlit vegna yfirvinnu frá áramótum hjá starfsmönnum Akureyrarbæjar og skýringar forstöðumanna þar sem það á við.  Á fyrri fundi kjarasamninganefndar var farið yfir yfirvinnu á árinu 2007.
Það er álit kjarasamninganefndar að talsvert vanti á að nægjanlegs aðhalds sé gætt í yfirvinnumálum hjá Akureyrarbæ. Nefndin hvetur til aukins aðhalds og eftirlits stjórnenda til að tryggja að stofnanir þeirra haldi sig innan setts ramma um hámark yfirvinnu, þetta er sérstaklega brýnt við núverandi aðstæður í þjóðfélaginu.  


3.          Jafnréttisstefna Akureyrarbæjar 2008-2011
2008090024
Katrín Björg Ríkarðsdóttir framkvæmdastjóri samfélags- og mannréttindadeildar kom á fundinn og kynnti nýja jafnréttisstefnu Akureyrarbæjar.  Á fundinn mættu einnig fulltrúar í kjaranefnd Einingar-Iðju og Akureyrarbæjar og fulltrúar í kjaranefnd Kjalar og Akureyrarbæjar ásamt starfsmönnum starfsmannaþjónustu Akureyrarbæjar.
Kjarasamninganefnd þakkar góða kynningu.Fundi slitið.