Kjarasamninganefnd

3. fundur 02. júní 2008
Kjarasamninganefnd - Fundargerð
3. fundur
2. júní 2008   kl. 13:00 - 14:00
Fundarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Ásgeir Magnússon formaður
María Ingadóttir
Þórarinn B. Jónsson
Halla M. Tryggvadóttir fundarritari
1.          Samþykkt LN vegna sjúkraliða
2007120068
Umfjöllun um samþykkt Launanefndar sveitarfélaga (LN) frá 13. nóvember 2007 um heimild frá 1. janúar 2008 til sveitarfélaga til eins launaflokks hækkunar launaröðunar Sjúkraliða 1 og Sjúkraliða 2 skv. kjarasamningi LN og Sjúkraliðafélags Íslands. Áður á dagskrá kjarasamninganefndar 8. janúar 2008.        
Kjarasamninganefnd Akureyrarbæjar samþykkir að leggja til við bæjarráð að nýtt verði heimild Launanefndar sveitarfélaga frá 13. nóvember 2007 til eins launaflokks hækkunar frá 1. janúar 2008 til handa sjúkraliðum í Sjúkraliðafélagi Íslands með launaröðun sem Sjúkraliði 1 og Sjúkraliði 2.

2.          Grunnskólakennarar - kjaramál
2008030040
Erindi dags. 4. mars og 29. apríl 2008 frá Daníel Frey Jónssyni f.h. stjórnar Bandalags kennara á Norðurlandi eystra vegna kjaramála.        
Kjarasamninganefnd getur ekki orðið við erindinu og bendir á að í gildi eru nýgerðir kjarasamningar Kennararsambands Íslands vegna grunnskólans við Launanefnd sveitarfélaga.


Fundi slitið.