Kjarasamninganefnd

2. fundur 18. mars 2008
Kjarasamninganefnd - Fundargerð
2. fundur
18. mars 2008   kl. 13:00 - 13:55
Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Ásgeir Magnússon formaður
María Ingadóttir
Ögmundur Haukur Knútsson
Halla M. Tryggvadóttir fundarritari
1.          Mat á starfsreynslu frá ríki og almennum markaði
2007120067
Bæjarráð samþykkti á fundi sínum 20. desember 2007 eftirfarandi tillögu kjarasamninganefndar:  "Kjarasamninganefnd samþykkir að leggja til við bæjarráð Akureyrarbæjar að frá og með 1. janúar 2008 verði starfsreynsla frá ríki metin til starfsaldurs með sama hætti og starfsreynsla hjá sveitarfélögum." Lagt er til að óskað verði eftir heimild bæjarráðs til að meta starfsreynslu hjá fyrirtækum á almennum markaði í þeim tilvikum sem um er að ræða starfsreynslu úr sambærilegu starfi sem nýtist í starfi hjá Akureyrarbæ.
Kjarasamninganefnd samþykkir að leggja til við bæjarráð að frá 1. apríl 2008 verði heimilt að meta starfsreynslu hjá fyrirtækum á almennum markaði í þeim tilvikum sem um er að ræða starfsreynslu úr sambærilegu starfi sem nýtist í starfi hjá Akureyrarbæ.Fundi slitið.