Kjarasamninganefnd

4. fundur 14. desember 2007
Kjarasamninganefnd - Fundargerð
4. fundur
14. desember 2007   kl. 10:31 - 11:15
Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Ásgeir Magnússon formaður
María Ingadóttir
Þórarinn B. Jónsson
Halla M. Tryggvadóttir fundarritari
1.          Mat á starfsreynslu frá ríki
2007120067
Lagt er til að frá og með 1. janúar 2008 verði starfsreynsla frá ríki metin til starfsaldurs með sama hætti og starfsaldur frá sveitarfélögum.
Kjarasamninganefnd samþykkir að leggja til við bæjarráð Akureyrarbæjar að frá og með 1. janúar 2008 verði starfsreynsla frá ríki metin til starfsaldurs með sama hætti og starfsaldur hjá sveitarfélögum.


2.          Samþykkt LN vegna sjúkraliða
2007120068
Kynnt heimild sem Launanefnd sveitarfélaga samþykkti á fundi sínum 13. nóvember  sl. vegna kjarasamnings sjúkraliða.
Frestað.


3.          Kjarasamningur við Stéttarfélag byggingarfræðinga
2007120069
Lagt er til að Akureyrarbær óski eftir því að Launanefnd sveitarfélaga geri kjarasamning við Stéttarfélag byggingarfræðinga.
Kjarasamninganefnd samþykkir að leggja til við bæjarráð að óskað verði eftir því við Launanefnd sveitarfélaga að gerður verði kjarasamningur við Stéttarfélag byggingarfræðinga.Fundi slitið.