Kjarasamninganefnd

3. fundur 13. desember 2006
Kjarasamninganefnd - Fundargerð
3. fundur
13. desember 2006   kl. 13:00 - 15:15
Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Ásgeir Magnússon formaður
Þórarinn B. Jónsson
María Ingadóttir
Halla M. Tryggvadóttir fundarritari
1.          TV einingar - tímabundin viðbótarlaun - reglur
2006050089
Kynnt ákvæði kjarasamninga um greiðslu tímabundinna viðbótarlauna (TV eininga) og reglur Akureyrarbæjar dags. 26. september 2006 um greiðslu þeirra.

Afgreiðsla umsókna um tímabundin viðbótarlaun (TV einingar) byggir á ákvæðum kjarasamninga sem kjarasamninganefnd fjallar um.  Kjarasamninganefnd telur því eðlilegt að nefndin hafi aðkomu að þessum málum með einum eða öðrum hætti.


2.          Starfsmat sveitarfélaga - endurmatsferli
2006100038
Kynnt verkferli við endurmat í starfsmati sveitarfélaga.

Kjarasamninganefnd mun sitja námskeið á vegum kjarasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga um endurmat starfsmats 14. desember nk.


3.          BHM - persónuálag v/viðbótarmenntunar
2006060040
Fjallað um framkvæmd greinar 10.2.3., persónuálag vegna viðbótarmenntunar í kjarasamningi LN og Þroskaþjálfafélags Íslands en ákvæðið er samhljóða ákvæði annarra samninga LN við aðildarfélög BHM.

Kjarasamninganefnd telur sig ekki hafa umboð til að túlka grein 10.2.3 í kjarasamningi LN og Þroskaþjálfafélags Íslands með öðrum hætti en samstarfsnefnd LN og stéttarfélagsins gerir.  Erindinu er því hafnað.


4.          Launaröðun félagsráðgjafa í félagsþjónustu
2006110125
Erindi dags. 26. október 2006 frá Ester Láru Magnúsdóttur, Jóhönnu Hjartardóttur og Snjólaugu Jóhannesdóttur varðandi launaröðun félagsráðgjafa í félagsþjónustu á fjölskyldudeild Akureyrarbæjar.

Erindinu hafnað.5.          Launaröðun - upplýsingafulltrúi þjónustuhóps aldraðra
2006110130
Erindi dags. 30. nóvember 2006 varðandi launaröðun starfs upplýsingafulltrúa þjónustuhóps aldraðra.

Kjarasamninganefnd óskar eftir að þetta erindi verði tekið til umfjöllunar á næsta fundi kjaranefndar Akureyrarbæjar og Kjalar, stéttarfélags starfsmanna í almannaþjónustu.


Fundi slitið.