Kjarasamninganefnd

7498. fundur 05. júlí 2006
1. fundur 2006
05.07.2006 kl. 8:30: - 9:50:
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Ásgeir Magnússon formaður
Þórarinn B. Jónsson
María Ingadóttir
Halla Margrét Tryggvadóttir sem ritaði fundargerð.


Auk ofanritaðra sat fundinn Karl Guðmundsson undir 2. lið.

Bæjarráð hefur á fundi sínum 15. júní s.l. skipað aðal- og varamenn í kjarasamninganefnd.

Aðalmenn:                                        Varamenn:
Ásgeir Magnússon formaður        Jón Ingi Cæsarsson
Þórarinn B. Jónsson                       Sigrún Björk Jakobsdóttir
María Ingadóttir                                Einar Hjartarson

Í upphafi fundar bauð formaður nýja kjarasamninganefnd velkomna til starfa.
1 Tilnefning í samstarfsnefnd Akureyrarbæjar vegna stofnanasamninga
2006070004
Tilnefning fulltrúa í samstarfsnefnd Akureyrarbæjar við ýmsa samningsaðila.
Kjarasamninganefnd tilnefnir eftirtalda sem fulltrúa Akureyrarbæjar:
Ásgeir Magnússon, formaður
Þórarinn B. Jónsson
María Ingadóttir
Starfsmannastjóri verður starfsmaður nefndarinnar.2 Vinnuhópur um yfirvinnu hjá Akureyrarbæ
2005010084
Kynning á framkvæmd tillagna vinnuhóps um yfirvinnu sem samþykktar voru í bæjaráði 13. janúar 2005 og í bæjarstjórn 18. janúar 2005.
Kjarasamninganefnd Akureyrarbæjar leggur til að kjarasamninganefnd sinni verkefnum sem verið hafa á verksviði vinnuhóps um yfirvinnu og starfsmenn nefndarinnar verði starfsmannastjóri og sviðsstjóri félagssviðs.


3 Starfsmat 0-störf
2005070023
Kynnt staða vinnu við mat á 0-störfum í starfsmati og áfrýjunarferli starfsmats sveitarfélaga hjá Kili og Einingu-Iðju.4 Stofnanasamningur vegna HAK við Kjöl 2006
2006030061
Undirbúningsvinna vegna gerðar stofnanasamnings við Kjöl, stéttarfélag starfsmanna í almannaþjónustu vegna starfsmanna við Heilsugæslustöðina á Akureyri sem ráðnir eru skv kjarasamningi Fjármálaráðuneytisins við Kjöl.
Fleira ekki gert.
Fundi slitið.