Kjarasamninganefnd

6262. fundur 11. júlí 2005
2. fundur 2005
11.07.2005 kl. 15:00 - 15:50
Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Þórarinn B. Jónsson formaður
Jóhann Sigurjónsson
Ágúst Hilmarsson
Halla Margrét Tryggvadóttir ritaði fundargerð


1 Stofnanasamningur við Kjöl v/ HAK
2005060105
Lagður fram stofnanasamningur Akureyrarbæjar við Kjöl, stéttarfélag starfsmanna í almannaþjónustu vegna Heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri (HAK) sem undirritaður var 4. júlí 2005. Um er að ræða breytingu á fyrri stofnanasamningi í samræmi við grein 1.1.4 í kjarasamningi fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs og Kjalar stéttarfélags starfsmanna í almannaþjónustu með gildistíma frá 1. febrúar 2005.
Lagt fram til kynningar.


2 Launaröðun félagsráðgjafa í barnavernd
2005070028
Erindi dags. 7. júlí 2005 frá sviðsstjóra félagssviðs þar sem óskað er eftir því að kjarasamninganefnd úrskurði tímabundið um launaröðun félagsráðgjafa sem starfa við barnavernd hjá fjölskyldudeild Akureyrarbæjar þar sem ekki hefur náðst sameiginleg niðurstaða í samráðsnefnd Stéttarfélags íslenskra félagsráðgjafa og Launanefndar sveitarfélaga. Erindi Akureyrarbæjar dags. 30. júní 2004 vegna launaröðunar félagsráðgjafa í barnavernd var tekið fyrir á fundi samráðsnefndar SÍF og LN 12. ágúst 2004. Auk þess var fjallað um launaröðun félagsráðgjafa í barnavernd á fundi samráðsnefndarinnar 26. apríl 2005 og 6. júní sl. án þess að sameiginleg niðurstaða næðist.
Samþykkt að flokka störf félagsráðgjafa á fjölskyldudeild, sem a.m.k. helming vinnutíma síns sinna barnaverndarmálum, sem Félagsráðgjafa 2, frá 1. september 2004. Um er að ræða bráðabirgðalausn sem gildir þar til nýr kjarasamningur SÍF og LN tekur gildi, þar sem samráðsnefnd SÍF og LN hefur ekki komist að sameiginlegri niðurstöðu. Flokkun þessi hefur ekki fordæmisgildi fyrir komandi kjaraviðræður en LN hefur óskað eftir því að fulltrúar SÍF hefji vinnu við endurskoðun starfaskilgreininga fyrir gerð næsta kjarasamnings með það að markmiði að allar starfaskilgreiningar kjarasamningsins verði virkar.Fleira ekki gert.
Fundi slitið.