Kjarasamninganefnd

5653. fundur 08. desember 2004
1. fundur
08.12.2004 kl. 16:00 - 16:45
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Þórarinn B. Jónsson formaður
Jóhann Sigurjónsson
Ágúst Hilmarsson
Halla Margrét Tryggvadóttir ritaði fundargerð


1 Stofnanasamningur FÍH og Akureyrarbæjar
2004030077
Erindi dags. 3. mars 2004 frá Brit J. Bieltvedt f.h. Öldrunarstofnunar Akureyrarbæjar þar sem óskað er eftir endurskoðun á stofnanasamningi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Akureyrarbæjar vegna ákveðinna annmarka sem komið hafa í ljós.
Erindið var tekið fyrir í bæjarráði 6. maí sl. og vísað til kjarasamninganefndar.
Starfsmannastjóra falið að ræða við framkvæmdastjóra Öldrunarstofnunar Akureyrarbæjar.


2 Beiðni um endurskoðun launa
2004030113
Erindi dags. 19. júlí 2004 þar sem ítrekuð er beiðni um gerð stofnanasamnings skv. kjarasamningi Útgarðs við ríkið.
Starfsmannastjóra falið að ræða við Útgarð, félag háskólamanna.Fleira ekki gert.
Fundi slitið.