Kjarasamninganefnd

4513. fundur 09. desember 2003

Kjarasamninganefnd - Fundargerð
4. fundur
09.12.2003 kl. 14:20 - 14:55
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi

Nefndarmenn: Starfsmenn:
Þórarinn B. Jónsson, formaður
Jóhann Sigurjónsson
Ágúst Hilmarsson
Halla Margrét Tryggvadóttir ritaði fundargerð

Margrét Guðjónsdóttir og Rut Petersen sátu fundinn undir liðum 1 og 2.
1 Beiðni um endurskoðun launa
2003110071
Erindi dags. 11. nóvember 2003 frá Sigríði Jónsdóttur, kt. 090847-3259, þar sem hún fer fram á endurskoðun á röðun í launaflokka skv. nýjum stofnanasamningi Akureyrarbæjar og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga vegna Heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri.
Samþykkt eins launaflokks hækkun vegna umfangs starfs verkefnastjóra á aðgerða- og skiptistofu frá 1. desember 2002.


2 Launaröðun ljósmæðra á HAK
2002090038
Erindi dags. 27. nóvember 2003 móttekið 2. desember sl. frá ljósmæðrum á Heilsugæslustöðinni á Akureyri þar sem óskað er eftir endurskoðun á nýgerðum stofnanasamningi Akureyrarbæjar og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga vegna Heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri.
Samþykkt að gera breytingar, í samræmi við umræður á fundinum, á stofnanasamningi Akureyrarbæjar og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga vegna Heilsgæslustöðvarinnar á Akureyri.

Fleira ekki gert
Fundi slitið.