Kjarasamninganefnd

4458. fundur 17. mars 2003

2. fundur 2003
17.03.2003 kl. 15:00 - 15:35
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi

Nefndarmenn: Starfsmenn:
Þórarinn B. Jónsson, formaður
Ágúst Hilmarsson
Jóhann Sigurjónsson
Karl Jörundsson
Halla Margrét Tryggvadóttir, fundarritari

Þórarinn B. Jónsson bauð fyrir hönd kjarasamningarnefndar Höllu Margréti Tryggvadóttur velkomna til starfa og þakkaði Karli Jörundssyni vel unnin störf og gott samstarf í gegnum tíðina.
1 Tilnefning í samstarfsnefnd Akureyrarbæjar vegna aðlögunarsamninga
2003040018
Tilnefning fulltrúa í samstarfsnefnd Akureyrarbæjar við ýmsa samningsaðila.
Samþykkt að Halla Margrét Tryggvadóttir, kt. 180863-3899, taki við af Karli Jörundssyni í samstarfsnefnd Akureyrarbæjar vegna aðlögunarsamninga við ýmsa samningsaðila.


2 Launakjör rekstrarstjóra Bjargs-Iðjulundar
2003040019
Rætt var um launaskjör rekstrarstjóra Bjargs-Iðjulundar.

Fleira ekki gert.
Fundi slitið.