Kjarasamninganefnd

2958. fundur 11. janúar 2002

Kjarasamninganefnd - Fundargerð
2. fundur
11.01.2002 kl. 11:30 - 12:50
Geislagötu 9


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Þórarinn B. Jónsson formaður
Jón Ingi Cæsarsson
Úlfhildur Rögnvaldsdóttir
Karl Jörundsson fundarritari


1 Hæfingarstöðin við Skógarlund
Erindi frá félagsmálaráði sem gerði eftirfarandi bókun á fundi sínum 3. desember sl.
"Félagsmálaráð hvetur kjaranefnd Akureyrarbæjar til að hraða viðræðum svo lausn fáist sem fyrst."
Sjá 1. lið fundargerðar kjarasamninganefndar frá 12. nóvember sl.
Málið er í vinnslu.


2 Endurskoðun á yfirvinnu leikskólastjóra
Eftirfarandi erindi vísaði skólanefnd 12. nóvember sl. til kjarasamninganefndar: Erindi dags. 8. mars 2001 frá Jónínu Hauksdóttur, Kristlaugu Svavarsdóttur og Sigríði Ósk Jónasdóttir, þar sem þær fyrir hönd leikskólastjóra á Akureyri fara fram á endurskoðun á yfirvinnusamningi Akureyrarbæjar og leikskólastjóra.
Málið er í vinnslu.

Fleira ekki gert.
Fundi slitið.