Kjarasamninganefnd

1929. fundur 30. maí 2001

Kjarasamninganefnd - Fundargerð
6. fundur
30.05.2001 kl. 11:00 - 12:15
Geislagata 9


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Þórarinn B. Jónsson formaður
Úlfhildur Rögnvaldsdóttir
Karl Jörundsson fundarritari


1 Kjaramál tónlistarskólakennara
Á fundinn komu Karl Petersen, Ívar Aðalsteinsson, Björn Leifsson og Hannes Þ. Guðrúnarson, fulltrúar tónlistarskólakennara við Tónlistarskólann á Akureyri, vegna erindis þeirra dags. 21. maí sl. um stöðuna í samningamálum tónlistarskólakennara við Launanefnd sveitarfélaga.
Lögðu þeir m.a. fram minnisblað um launakjör sín.
Kjarasamninganefnd felur fulltrúa Akureyrarbæjar í samninganefnd Launanefndarinnar við tónlistarskólakennara að koma þeim upplýsingum ásamt þeim áhersluatriðum sem aðilar voru sammála um á framfæri við samninganefnd Launanefndar við tónlistarkennara.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið.