Kjarasamninganefnd

2883. fundur 19. október 2001

Kjarasamninganefnd - Fundargerð
9. fundur
19.10.2001 kl. 08:30 - 10:00
Geislagata 9


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Þórarinn B. Jónsson formaður
Úlfhildur Rögnvaldsdóttir


1 Erindi frá tónlistarskólakennurum
Erindi frá fulltrúum tónlistarkennara við Tónlistarskólann á Akureyri dags. 12. september sl. þar sem farið er fram á fund með kjarasamninganefnd um kjaramál þeirra.
Formaður upplýsti að hann hefði í tvígang hitt fulltrúa tónlistarkennara í framhaldi af erindinu.
Kjarasamninganefnd ítrekar að samningsumboðið er hjá Launanefnd sveitarfélaga og getur því ekki blandað sér í yfirstandandi kjaraviðræður aðila.


2 Símenntunarkafli kjarasamninga
Símenntunarkafli kjarasamninga.
Kjarasamninganefnd samþykkir að halda fund með sviðsstjórum og yfirmönnum stærslu stofnana bæjarins um framkvæmd símenntunarkafla í kjarasamningum við starfsmenn Akureyrarbæjar.


3 Samninganefndir tónlistarskólakennara og Launanefndar sveitarfélaga
Áskorun.
Kjarasamninganefnd Akureyrarbæjar skorar á samninganefndir tónlistarskólakennara og Launanefndar sveitarfélaga að reyna til hins ítrasta að ná samningum svo ekki þurfi að koma til verkfalls.


4 Samninganefndir sjúkraliða og Launanefndar sveitarfélaga
Áskorun.
Kjarasamninganefnd Akureyrarbæjar skorar á samninganefndir sjúkraliða og Launanefndar sveitarfélaga að reyna til hins ítrasta að ná samningum svo ekki þurfi að koma til verkfalls.

Fleira ekki gert.
Fundi slitið.