Kjarasamninganefnd

2173. fundur 20. janúar 1999

Kjarasamninganefnd 20. janúar 1999.


Ár 1999, miðvikudaginn 20. janúar kom kjarasamninganefnd saman til fundar kl. 08.00. Undirrituð voru mætt.

Þetta gerðist:

    1. Á fundinn komu fulltrúar kennara við Tónlistarskólann á Akureyri, þeir Björn Leifsson, Hannes Þ. Guðrúnarson, Ívar Aðalsteinsson og Karl Petersen.
    Kennarar við skólann skiptast á stéttarfélögin STAK, Félag ísl. hljómlistarkennara og Félag tónlistarkennara. Farið var yfir erindi kennara til bæjaryfirvalda dags. 3. september s.l. sem bæjarráð vísaði til kjaranefndar 15. október s.l.
    Í erindinu er krafist samsvarandi kjarabóta og kennarar í grunnskólum bæjarins fengu með samkomulagi 23. júní s.l. Einnig er vakin athygli á starfsaðstöðu tónlistarkennara í grunnskólunum.
    Afgreiðslu frestað, þar til frekari upplýsingar liggja fyrir.

Fleira ekki.
Fundi slitið kl. 09.35.

Þórarinn B. Jónsson
Úlfhildur Rögnvaldsdóttir
Ásgeir Magnússon
Karl Jörundsson fundarritari