Kjarasamninganefnd

2174. fundur 26. janúar 1999

Kjarasamninganefnd Akureyrarbæjar 26. janúar 1999.Ár 1999, þriðjudaginn 26. janúar kl. 17.00 kom kjarasamninganefnd Akureyrarbæjar saman til fundar.
Undirrituð voru mætt.

Þetta gerðist:

  1. Erindi frá skólahjúkrunarfræðingum við Heilsugæslustöðinni á Akureyri.
  Guðmundur Sigvaldason framkvæmdastjóri mætti á fundinn vegna þessa liðar dagskrárinnar.
  Í erindinu er farið fram á endurskoðun á röðun starfa þeirra í launaflokka.
  Afgreiðslu erindisins frestað þar til frekari gagna hefur verið aflað um málið.
  2. Erindi frá sálfræðingum ráðgjafardeildar Akureyrarbæjar sem bæjarráð vísaði til kjarasamninganefndar 7. september s.l.
  Magnea B. Jónsdóttir kom á fundinn til frekari upplýsinga um erindið.
  Afgreiðslu frestað.

   Ásgeir Magnússon vék af fundi eftir umræður um 2. lið.
  3. Erindi frá þátttakendum á kjarnanámskeiði á vegum Akureyrarbæjar og Einingar dags. 25.11. 1998 með ábendingum og athugasemdum varðandi tímasetningu námskeiða o.fl.
   Bæjarráð vísaði þessu erindi til kjarasamninganefndar 3. desember s.l.
   Samþykkt að fá fund með fræðslunefnd um erindið.
Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl. 18.15.

Þórarinn B. Jónsson
Úlfhildur Rögnvaldsdóttir
Ásgeir Magnússon
Karl Jörundsson fundarritari