Kjarasamninganefnd

2175. fundur 28. janúar 1999

Kjaranefnd Vlf. Einingar og Akureyrarbæjar 28. janúar 1999.Ár 1999, 28. janúar kl. 16.00 var fundur haldinn í kjaranefnd Vlf. Einingar og Akureyrarbæjar.
Undirrituð voru mætt.

Þetta gerðist:

     1. Erindi frá atvinnufulltrúa fatlaðra hjá Akureyrarbæ.
     Afgreiðslu frestað, en óskað umsagnar deildarstjóra leikskóladeildar.

     2. Veikindaréttur starfsfólks sem eingöngu vinnur í yfirvinnutíð.
     Lögð fram greinargerð Ingu Þallar Þórgnýsdóttur hdl. um málið.
     Samþykkt að formaður Einingar og starfsmannastjóri geri tillögur að reglum um starfstíma viðkomandi starfsfólks og leggi fyrir nefndina.

     3. Tilkynning um fulltrúa Akureyrarbæjar í starfsmatsnefnd Einingar og Akureyrarbæjar:
     Karl Jörundsson
     Aðalheiður Alfreðsdóttir.

     4. Vinnureglur fyrir starfsmatsnefnd og vinnureglur fyrir starfslýsingagerð samþykktar og undirritaðar.

     5. Samþykkt að starfslýsingar verði gerðar fyrir störf á sambýlum fatlaðra og þær metnar af starfsmatsnefnd.

     6. Óskað er eftir að gerð verði starfslýsing á umönnunarstörfum í Kjarnalundi og sent til starfsmatsnefndar.
     Samþykkt.

     7. Samþykkt að starfslýsing á verkstjórastarfi í þvottahúsi í Hlíð verði tekin til endurmats.

     8. Rætt um afleysingamál vegna blandaðra starfa í grunnskólum Akureyrarbæjar.

     Fleira ekki.
     Fundi slitið kl. 17.20.

Þórarinn B. Jónsson
Úlfhildur Rögnvaldsdóttir
Ásgeir Magnússon
Karl Jörundsson fundarritari
Björn Snæbjörnsson
Sigríður K. Bjarnadóttir