Kjarasamninganefnd

2176. fundur 03. febrúar 1999

Kjarasamninganefnd 3. febrúar 1999.


Ár 1999, miðvikudaginn 3. febrúar kom kjarasamninganefnd Akureyrarbæjar saman til fundar. Fundurinn hófst kl. 17.00.
Undirrituð voru mætt.

Þetta gerðist:

  1. Erindi frá endurskoðanda bæjarins, þar sem fram kemur álit hans á framkvæmd lágmarksgreiðslna fyrir einstaka ferðir starfsmanna á eigin bíl. Gerð er krafa um að staðgreiðsla sé dregin af þessum greiðslum.
  Samþykkt frá 1. febrúar 1999.

 
  2. Erindi frá endurskoðanda bæjarins um hvort greiða eigi orlofsfé á fasta yfirvinnu sem greidd er 12 mánuði ársins.
  Samþykkt að óska eftir áliti Launanefndar sveitarfélaga og hvernig þessum málum er háttað hjá öðrum sveitarfélögum.

 
  3. Erindi frá Svanbirni Sigurðssyni rafveitustjóra, þar sem farið er fram á greiðslu ökutækjastyrks til starfsmanns rafveitunnar.
  Farið var yfir gögn vegna málsins.
  Afgreiðslu frestað.

Fjármálastjóri Dan Brynjarsson sat fundinn.

Fleira ekki gert.
Fundi slitið.

Þórarinn B. Jónsson
Ásgeir Magnússon
Úlfhildur Rögnvaldsdóttir
Karl Jörundsson fundarritari