Kjarasamninganefnd

2177. fundur 10. febrúar 1999

Kjarasamninganefnd 10. febrúar 1999.


Ár 1999, miðvikudaginn 10. febrúar kom kjarasamninganefnd Akureyrarbæjar saman til fundar kl. 17.00.
Undirrituð voru mætt.

Þetta gerðist:

  1. Erindi frá sálfræðingum ráðgjafardeildar, sem frestað var á fundi nefndarinnar 26. janúar s.l.
  Starfsmannastjóra falið að afgreiða erindið í samræmi við umræður á fundinum.

 
  2. Erindi frá skólahjúkrunarfræðingum við Heilsugæslustöðina á Akureyri, sem frestað var á fundi nefndarinnar 26. janúar s.l.
  Aðlögunarsamkomulagið sem Akureyrarbær vinnur eftir tók mið af sambærilegum störfum í Reykjavík og grunnraðast hér, eins og þar.
  Erindinu er því hafnað.

 
  3. Erindi vegna hjúkrunarfræðings Heilsugæslustöðvarinnar sem starfar í Fnjóskadal, frá Margréti Guðjónsdóttur hjúkrunarforstjóra.
  Samþykkt að fela starfsmannastjóra að afgreiða málið í samráði við bréfritara.

 
  4. Skipan í samstarfsnefnd samkvæmt kjarasamningi STAK og fjármálaráðherra f.h. Ríkissjóðs frá 30. apríl 1997.

   Aðalmenn: Þórarinn B. Jónsson
   Karl Jörundsson
   Sigfríður Þorsteinsdóttir
   Til vara: Ásgeir Magnússon

    

  5. Vegna erindis kennara við Tónlistarskólann á Akureyri sem frestað var 20. janúar s.l.
  Samþykkt að halda fund með skólastjóra um málið.

Fleira ekki.
Fundi slitið kl. 18.35.

Þórarinn B. Jónsson
Úlfhildur Rögnvaldsdóttir
Ásgeir Magnússon
Karl Jörundsson fundarritari