Kjarasamninganefnd

2178. fundur 11. mars 1999

Kjarasamninganefnd 11. mars 1999.


Ár 1999, fimmtudaginn 11. mars kom kjarasamninganefnd saman til fundar kl. 11.15.
Undirrituð voru mætt.

Þetta gerðist:

  1. Fulltrúar Akureyrarbæjar í starfsmatsnefnd eru tilnefndir Gunnar Frímannsson og Anna Þóra Baldursdóttir.

 
  2. Tekið fyrir erindi Kára Eðvaldssonar sem bæjarráð vísaði til nefndarinnar á fundi sínum 25. febrúar s.l.
  Starfsmannastjóra falið að svara erindinu í samræmi við umræður og niðurstöðu nefndarinnar.

 
  3. Bréf frá Félagi íslenskra náttúrufræðinga dags. 09.02.99 sem bæjarráð vísaði til nefndarinnar með bréfi dags. 19. febrúar s.l.
  Starfsmannastjóra falið að afla frekari upplýsinga um erindið.

 
  4. Fundur með Launanefnd sveitarfélaga verður haldinn föstudaginn 19. mars n.k. kl. 13.00 í Alþýðuhúsinu.

 
  5. Erindi frá Svanbirni Sigurðssyni rafveitustjóra um greiðslu ökutækjastyrks til starfsmanns rafveitunnar og frestað var á fundi nefndarinnar 3. febrúar s.l.
  Erindinu hafnað. Greiðslur vegna aksturs verði greiddar samkvæmt akstursdagbók eins og hingað til.

Fleira ekki.
Fundi slitið kl. 12.30.

Þórarinn B. Jónsson
Ásgeir Magnússon
Úlfhildur Rögnvaldsdóttir
Karl Jörundsson