Kjarasamninganefnd

2179. fundur 09. apríl 1999

Kjarasamninganefnd 9. apríl 1999.


Ár 1999, föstudaginn 9. apríl kom kjarasamninganefnd saman til fundar kl. 11.00.
Undirrituð voru mætt.

Þetta gerðist:

  1. Sviðsstjóri þjónustusviðs mætti á fundinn og kynnti gögn vegna starfa stjórnanda/verkefnisstjóra á þjónustusviði samanber bókun bæjarráðs frá 4. mars s.l.
  Samþykkt að störfin grunnraðist í launaflokk 92 í kjarasamningi STAK og launanefndar sveitarfélaga.

 
  2. Samþykkt mat á námskeiðsgögnum samkvæmt framlögðum gögnum.

 
  3. Erindi frá Sólveigu Gísladóttur og Sigríði Önnu Arnþórsdóttur meinatæknum.
  Afgreiðslu frestað.

 
  4. Erindi Félags ísl. náttúrufræðinga sem frestað var á fundi nefndarinnar 11. mars s.l.
  Kjarasamninganefnd hafnar gerð kjarasamnings þar sem í gildi er samningur við félagsmann Félags ísl. náttúrufræðinga, sem starfar hjá Akureyrarbæ.

Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl. 12.10.

Ásgeir Magnússon
Úlfhildur Rögnvaldsdóttir
Vilborg Gunnarsdóttir
Karl Jörundsson