Kjarasamninganefnd

2183. fundur 10. maí 1999

Kjarasamninganefnd 10. maí 1999.


Ár 1999, mánudaginn 10. maí kom kjarasamninganefnd saman til fundar að Geislagötu 9.
Fundurinn hófst kl. 15.30. Undirrituð voru mætt.

Þetta gerðist:

  1. Óundirritað bréf til nefndarinnar frá kennarafundi Tónlistarskólans á Akureyri dags. 7. maí 1999.
  Kjarasamninganefnd samþykkir eftirfarandi bókun:
  Með vísan til óundirritaðs bréf frá kennarafundi Tónlistarskólans á Akureyri sem haldinn var 7. maí s.l. vill kjarasamninganefnd Akureyrarbæjar taka fram eftirfarandi:
  Launanefnd sveitarfélaga fer fyrir hönd Akureyrarbæjar með samningsumboð til gerðar kjarasamninga við tónlistarskólakennara. Í gildi eru kjarasamningar milli aðila sem gilda til 30. nóvember árið 2000.
  Kjarasamninganefnd hefur átt nokkra fundi með fulltrúum kennara til að ræða um meintar vangreiðslur Akureyrarbæjar á vinnu tónlistarskólakennara. Eftir vandlega skoðun á þeim þætti samþykkti kjarasamninganefndin að koma til móts við sjónarmið tónlistarskólakennara með því að greiða aukalega fyrir áætlaðan ferðatíma milli skóla á liðnu skólaári. Jafnframt samþykkti nefndin að á næsta skólaári verði samið fyrirfram um það hvaða aukaverkefni tónlistarkennarar taki að sér og hvernig greitt verði fyrir þá vinnu.
  Kjarasamninganefndin metur starfsemi Tónlistarskólans mikils og tekur undir þau sjónarmið að skólinn er tvímælalaust hornsteinn tónlistarlífs í bænum. Þá leggur nefndin áherslu á að Akureyrarbær hefur að fullu staðið við þá samninga um kaup og kjör sem gerðir hafa verið við tónlistarskólakennara og væntir þess að áframhaldandi friður og sátt ríki um Tónlistarskólann á Akureyri og uppbyggingu hans.

Fleira ekki.
Fundi slitið kl. 16.10.

Þórarinn B. Jónsson
Úlfhildur Rögnvaldsdóttir
Ásgeir Magnússon
Karl Jörundsson fundarritari