Kjarasamninganefnd

2220. fundur 07. júlí 1999

Kjarasamninganefnd 7. júlí 1999.


Ár 1999, miðvikudaginn 7. júlí kom kjarasamninganefnd saman til fundar að Geislagötu 9. Fundurinn hófst kl. 17.15.
Undirrituð voru mætt.

Þetta gerðist:

    1. Erindi frá Sigríði Sítu Pétursdóttur deildarstjóra leikskóladeildar dags. 16. júní s.l. þar sem farið er fram á launahækkun og fastan bílastyrk. Nefndin hafnar launahækkun, en telur eðlilegt að ósk um fastan bílastyrk komi til nefndarinnar frá skólanefnd.

 
    2. Erindi frá rafveitustjóra Svanbirni Sigurðssyni dags. 7. júlí þar sem óskað er eftir hækkun launa til tveggja starfsmanna umfram gildandi kjarasamning. Kjarasamningarnefnd hafnar erindinu þar sem í gildi er samningur milli Launanefndar sveitafélaga annars vegar og kjarafélags tæknifræðinga og stéttarfélags verkfræðinga hins vegar.

Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl. 17.40.

 Þórarinn B. Jónsson
Ásgeir Magnússon
Úlfhildur Rögnvaldsdóttir
Karl Jörundsson