Kjarasamninganefnd

7. fundur 30. október 2018 kl. 13:30 - 15:15 Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður
  • Guðrún Karitas Garðarsdóttir
  • Gunnar Gíslason
Starfsmenn
  • Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Eining-Iðja - ágreiningur um matar- og kaffitíma starfsmanna í tímavinnu

Málsnúmer 2018060414Vakta málsnúmer

Áður á dagskrá bæjarráðs 29. júní 2018 og kjarasamningnefndar 20. ágúst og 24. september 2018. Kynnt tímabundið samkomulag dagsett 30. október 2018 vegna tímavinnumanna sem ganga vaktir á vaktavinnustöðum.
Kjarasamninganefnd samþykkir framlagt samkomulag fyrir sitt leyti og felur sviðsstjóra stjórnsýslusviðs að vinna viðauka og leggja fyrir bæjarráð.

2.ÖA - vaktafyrirkomulag

Málsnúmer 2018040348Vakta málsnúmer

Áður á dagskrá bæjarráðs 3. maí 2018 og á dagskrá kjarasamninganefndar 31. maí, 20. ágúst og 24. september 2018.

Á fund nefndarinnar mættu Hildur Arna Grétarsdóttir, Ingveldur Guðrún Ólafsdóttir, Helga Ingólfsdóttir, Helga Kristjánsdóttir og Dagmar Jóhannsdóttir starfsmenn á Öldrunarheimilum Akureyrar, Halldór S. Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA og Helga Erlingsdóttir hjúkrunarforstjóri ÖA.
Kjarasamninganefnd þakkar starfsmönnum og stjórnendum fyrir komuna. Kjarasamninganefnd óskar eftir því að stjórnendur Öldrunarheimila Akureyrarbæjar taki upp samtal við starfsmenn um vaktafyrirkomulag og leggi fram áætlun þar um.

3.Tímabundin heimild vegna launaröðunar

Málsnúmer 2018100251Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga þess efnis að vegna misræmis milli kjarasamninga verði veitt tímabundin heimild til breytingar á launaröðun starfs í kjarasamningi Félags stjórnenda leikskóla. Lagt er til að heimild verði veitt til upphafs gildistíma nýs kjarasamnings viðsemjenda árið 2019.
Kjarasamninganefnd samþykkir að heimila tímabundna breytingu sem lögð er til með gildistíma þar til nýr kjarasamningur Sambands íslenskra sveitarfélaga við Félag stjórnenda leikskóla tekur gildi árið 2019.

Fundi slitið - kl. 15:15.