Kjarasamninganefnd

9. fundur 22. nóvember 2017 kl. 13:00 - 13:45 Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður
  • Silja Dögg Baldursdóttir
  • Gunnar Gíslason
Starfsmenn
  • Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Forstöðumaður mannauðsdeildar

Málsnúmer 2017110211Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að nýju starfi stjórnanda á stjórnsýslusviði.
Kjarasamninganefnd leggur til við bæjaráð að starf á mannauðsdeild verði skilgreint sem forstöðumannsstarf. Lagt er til að greitt verði stjórnendaálag vegna starfs forstöðumanns mannauðsdeildar samkvæmt reglum Akureyrarbæjar um greiðslu stjórnendaálags forstöðumanna.

2.Kjölur, launaröðun og starfsmat

Málsnúmer 2017110213Vakta málsnúmer

Umfjöllun um launaröðun og starfsmat nýrra starfa í Kili, stéttarfélagi starfsmanna í almannaþjónustu.
Kjarasamninganefnd leggur áherslu á að farið sé eftir verklagsreglum um starfsmat sveitarfélaga og vinnu við gerð starfsmatsgagna sé hraðað.

Fundi slitið - kl. 13:45.