Kjarasamninganefnd

6. fundur 08. júní 2017 kl. 13:00 - 13:50 Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður
  • Silja Dögg Baldursdóttir
  • Gunnar Gíslason
Starfsmenn
  • Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Lífeyrissjóður starfsmanna Akureyrarbæjar - vinna samhliða töku lífeyris

Málsnúmer 2014080060Vakta málsnúmer

Umfjöllun um fyrirkomulag vinnu hjá Akureyrarbæ samhliða töku lífeyris í Lífeyrissjóði starfsmanna Akureyrarbæjar.

2.Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins - vinna samhliða töku lífeyris

Málsnúmer 2017060021Vakta málsnúmer

Umfjöllun um fyrirkomulag vinnu hjá Akureyrarbæ samhliða töku lífeyris hjá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins. Árni Konráð Bjarnason forstöðumaður rekstrardeildar fræðslusviðs sat fundinn undir þessum lið.
Kjarasamninganefnd samþykkir að fela sviðstjóra fræðslusviðs og skólastjórum grunnskóla að móta verklagsreglur í samræmi við umræður á fundinum, um fyrirkomulag vinnu samhliða töku lífeyris hjá LSR.

3.Reglur um stjórnendaálag

Málsnúmer 2017060022Vakta málsnúmer

Umfjöllun um reglur um stjórnendaálag forstöðumanna og erindi frá umhverfis- og mannvirkjasviði dags. 24. mars 2017 um greiðslu stjórnendaálags.
Kjarasamninganefnd getur ekki orðið við erindinu þar sem það fellur ekki undir reglur um greiðslu stjórnendaálags til forstöðumanna hjá Akureyrarbæ.

Fundi slitið - kl. 13:50.