Kjarasamninganefnd

2. fundur 05. apríl 2016 kl. 13:00 - 14:10 Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður
  • Sigríður Huld Jónsdóttir
  • Gunnar Gíslason
Starfsmenn
  • Halla Margrét Tryggvadóttir starfsmannastjóri ritaði fundargerð
Dagskrá

1.Kjarasamningar við aðildarfélög BHM

Málsnúmer 2016040008Vakta málsnúmer

Umfjöllun um sérákvæði í nýgerðum kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga við Dýralæknafélag Íslands, Stéttarfélag bókasafns- og upplýsingafræðinga, Iðjuþjálfafélag Íslands, Fræðagarð, Félag íslenskra félagsvísindamanna, Stéttarfélag lögfræðinga, Sálfræðingafélag Íslands, Félag íslenskra náttúrufræðinga, Félagsráðgjafafélag Íslands og Þroskaþjálfafélag Íslands.

2.Tímabundin viðbótarlaun vegna markaðsaðstæðna

Málsnúmer 2016040009Vakta málsnúmer

Kynnt tillaga að breytingum á greiðslu tímabundinna viðbótarlauna (TV eininga) vegna markaðsaðstæðna.
Kjarasamninganefnd leggur til við bæjarráð, í kjölfar nýgerðra kjarasamninga, að felldar verði úr gildi fyrri samþykktir frá árinu 2006 til 2016 með síðari breytingum um úthlutun tímabundinna viðbótarlauna vegna markaðsaðstæðna við nýráðningar. Frá 1. apríl 2016 verði því í engum tilfellum greidd tímabundin viðbótarlaun til starfsmanna sem ráðnir verða til starfa hjá Akureyrarbæ.

Um greiðslu eftirstöðva tímabundinna viðbótarlauna vegna markaðsaðstæðna til þeirra sem fengu þeim úthlutað fyrir 1. apríl 2016 og eiga rétt á greiðslu eftirstöðva tímabundinna viðbótarlauna samkvæmt sólarlagi í kjarasamningi aðila halda þeim í samræmi við sérákvæði kjarasamninga Sambands íslenskra sveitarfélaga við Dýralæknafélag Íslands, Sálfræðingafélag Íslands og Félagsráðgjafafélag Íslands.

3.Yfirvinna starfsmanna Akureyrarbæjar árið 2016

Málsnúmer 2016040007Vakta málsnúmer

Umfjöllun um greidda yfirvinnu hjá Akureyrarbæ fyrstu þrjá mánuði ársins 2016.

4.Tímabundin viðbótarlaun vegna verkefna og hæfni

Málsnúmer 2016040010Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga þess efnis að eftir úthlutun vorið 2016 á tímabundnum viðbótarlaunum vegna verkefna og hæfni verði úthlutun hætt hjá Akureyrarbæ og núgildandi reglur um úthlutun sem samþykktar voru í bæjarráði 14. febrúar 2014 felldar úr gildi.
Kjarasamninganefnd leggur til við bæjarráð, í kjölfar nýgerðra kjarasamninga, að úthlutun tímabundinna viðbótarlauna vegna verkefna og hæfni vorið 2016 sem tekin verður til afgreiðslu á næsta fundi nefndarinnar verði síðasta úthlutun Akureyrarbæjar á tímabundnum viðbótarlaunum vegna verkefna og hæfni.

Kjarasamninganefnd leggur jafnframt til við bæjaráð að reglur Akureyrarbæjar dagsett 14. febrúar 2014 um úthlutun tímabundinna viðbótarlauna vegna verkefna og hæfni verði felldar úr gildi að þeirri úthlutun lokinni.

Fundi slitið - kl. 14:10.