Kjarasamninganefnd

7. fundur 19. október 2015 kl. 08:15 - 10:00 Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður
  • Silja Dögg Baldursdóttir
  • Gunnar Gíslason
Starfsmenn
  • Halla Margrét Tryggvadóttir starfsmannastjóri ritaði fundargerð
Dagskrá

1.Hlutastörf

Málsnúmer 2015090068Vakta málsnúmer

Kynntar kyngreindar upplýsingar um hlutastörf hjá Akureyrarbæ í mars 2015 og niðurstöður spurninga um hlutastörf í starfsmannakönnun Akureyrarbæjar sem lögð var fyrir í mars 2015.

2.Greiðslur fyrir akstur í þágu vinnuveitanda

Málsnúmer 2015080138Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að breytingum á reglum Akureyrarbæjar um greiðslur fyrir akstur í þágu vinnuveitanda.
Kjarsamninganefnd samþykkir framlagða tillögu,

3.Stöðugildi

Málsnúmer 2015100102Vakta málsnúmer

Kynntar upplýsingar um fjölda stöðugilda hjá Akureyrarbæ og breytingar sem orðið hafa á undanförnum árum.

4.Skipurit og stöðugildi

Málsnúmer 2015090130Vakta málsnúmer

Umfjöllun um breytingar á skipuriti sem gerðar hafa verið frá árinu 2006 og þróun stöðugilda stjórnenda hjá Akureyrarbæ á sama tímabili.
Kjarasamninganefnd samþykkir að óska eftir að deildir taki saman upplýsingar um fjölda stöðugildi næstráðenda forstöðumanna, deildarstjóra, umsjónarmanna og annarra millistjórnenda í október 2015 og hvaða breytingar hafa orðið frá mars 2006.

5.Yfirvinna starfsmanna Akureyrarbæjar árið 2014 og 2015

Málsnúmer 2015090069Vakta málsnúmer

Umfjöllun um yfirvinnu starfsmanna Akureyrarbæjar árið 2014 og 2015.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

Fundi slitið - kl. 10:00.