Kjaranefnd STAK og Akureyrarbæjar

4754. fundur 03. mars 2004

3. fundur
03.03.2004 kl. 16:00 - 17:15
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi

Nefndarmenn: Starfsmenn:
Þórarinn B. Jónsson, formaður
Jóhann Sigurjónsson
Ágúst Hilmarsson
Arna Jakobína Björnsdóttir
Halla Margrét Tryggvadóttir ritaði fundargerð

1 Minjasafnið á Akureyri - starfsmat
2004020026
Erindi dags. 5. febrúar 2004 frá Minjasafninu á Akureyri þar sem óskað er eftir að fram fari starfsmat á störfum hjá safninu.
Kjaranefnd STAK og Akureyrarbæjar samþykkir erindið. Störfin verða metin.


2 Starfsmaður atvinnu með stuðningi (ams)
2004020059
Erindi frá deildarstjóra fjölskyldudeildar dags. 12. febrúar 2004 um röðun á starfi starfsmanns atvinnu með stuðningi (ams). Starfslýsing lögð fram.
Samþykkt að starfið raðist í launaflokk 119.


3 Starfsmat
2003090004
Rætt um stöðu vinnu hjá Launanefnd sveitarfélaga við gerð samræmds starfsmats.

Fleira ekki gert.
Fundi slitið.