Kjaranefnd STAK og Akureyrarbæjar

4583. fundur 12. janúar 2004

1. fundur
12.01.2004 kl. 16:00 - 17:45
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi

Nefndarmenn: Starfsmenn:
Þórarinn B. Jónsson, formaður
Jóhann Sigurjónsson
Ágúst Hilmarsson
Arna Jakobína Björnsdóttir
Peter Jones
Halla Margrét Tryggvadóttir ritaði fundargerð

1 Hlíðarfjall - vinnutilhögun 2004
2003120061
Kynntur samningur við STAK um vinnutilhögun starfsfólks sem ráðið er tímabundið til starfa í Hlíðarfjalli.
Lagt fram til kynningar.


2 Launaröðun fjölskylduráðgjafa í Hlíðarskóla
2003120051
Erindi dags. 1. desember 2003 frá Bryndísi Símonardóttur þar sem óskað er eftir endurkoðun á launaröðun starfs fjölskylduráðgjafa í Hlíðarskóla.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar. Starfsmannastjóra falið að vinna að málinu í samráði við deildarstjóra skóladeildar.


3 Forstöðumaður félagsstarfs og dagþjónustu á ÖA
2003120059
Erindi dags. 17. desember 2003 frá Brit J. Bieltvedt framkvæmdastjóra ÖA þar sem óskað er eftir launaflokkaröðun á starfi forstöðumanns félagsstarfs og dagþjónustu á Öldrunarstofnun Akureyrarbæjar.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.


4 Verkefnastjóri í Listagili
2004010065
Starflýsing fyrir nýtt starf verkefnastjóra í Listagili lögð fram.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.


5 Forvarnafulltrúi
2004010066
Starfslýsing forvarnafulltrúa lögð fram.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

Fleira ekki gert.
Fundi slitið.