Kjaranefnd STAK og Akureyrarbæjar

4305. fundur 09. september 2003

 

7. fundur
09.09.2003 kl. 08:15 - 09:15
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi

Nefndarmenn: Starfsmenn:
Þórarinn B. Jónsson, formaður
Jóhann Sigurjónsson
Þorsteinn Haraldsson
Arna Jakobína Björnsdóttir
Peter Jones
Halla Margrét Tryggvadóttir ritaði fundargerð

1 Launaröðun umsjónarmanns í Laufási
2003050100
Erindi frá formanni stjórnar Minjasafnsins á Akureyri þar sem óskað er eftir endurskoðun á launaröðun umsjónarmanns í Laufási.
Kjaranefnd getur ekki orðið við erindinu. Þegar nýtt starfsmat kemur til framkvæmda mun þetta starf verða metið. Nýtt starfsmat gildir frá 1. desember 2002.


2 Röðun í launaflokk
2003050001
Erindi dags. 3. apríl 2003 frá deildarstjóra fjölskyldudeildar vegna launaflokkaröðunar ráðgjafa á fjölskyldudeild.
Kjaranefnd getur ekki orðið við erindinu. Starfið verður tekið í starfsmat þegar nýtt starfsmat kemur til framkvæmda.


3 Starf umsjónarmanns Ráðhúss og Amtbókasafns.
2003090003
Erindi dags. 1. september 2003 frá deildarstjóra skrifstofu Ráðhúss Akureyrarbæjar þar sem óskað er eftir endurskoðun á launaflokkaröðun umsjónarmanns Ráðhúss og Amtbókasafns.
Kjaranefnd getur ekki orðið við erindinu. Starf umsjónarmanns verður metið þegar nýtt starfsmat kemur til framkvæmda.


4 Starfsmat
2003090004
Rætt um stöðu vinnu við þróun og innleiðingu starfsmats hjá sveitarfélögunum.

Fundi slitið.