Kjaranefnd STAK og Akureyrarbæjar

1919. fundur 21. maí 2001

Kjaranefnd STAK og Akureyrarbæjar - Fundargerð
4. fundur
21.05.2001 kl. 16:00 - 17:30
Geislagata 9


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Þórarinn B. Jónsson formaður
Úlfhildur Rögnvaldsdóttir
Arna Jakobína Björnsdóttir
Eiríkur B. Björgvinsson
Karl Jörundsson fundarritari


1 Mat á námskeiðum/námi
Lögð fram gögn frá einum aðila um námskeið skv. lið 10.2 í kjarasamningi aðila.
Afgreitt og starfsmannastjóra falið að skrifa út afgreiðslu málsins.


2 Starfsmaður byggingafulltrúa
Erindi frá starfsmanni byggingafulltrúa Jóhannesi Ottóssyni þar sem hann fer fram á "leiðréttingu á grunnlaunum".
Afgreiðslu frestað.3 Skíðastaðir - störf svæðisstjóra og vélamanns
Röðun í launaflokk.
Samþykkt að störf svæðisstjóra og vélamanns að Skíðastöðum grunnraðist í launaflokk 74 og gildi frá 1. janúar 2001.
Bæjarstjórn 12. júní 2001


4 Síðuskóli - umsjónarmaður skólasafns
Erindi dags. 24. apríl 2001 frá skólastjóra Síðuskóla þar sem farið er fram á endurskoðun á starfi umsjónarmanns skólasafns Síðuskóla.
Afgreiðslu frestað.


5 Varaformaður STAK
Eiríkur Björn Björgvinsson varaformaður STAK tók til máls og þakkaði nefndarmönnum samstarf síðustu þriggja ára, en hann mun ekki gefa kost á sér til varaformanns á aðalfundi STAK sem haldinn verður í næstu viku.
Formaður Þórarinn B. Jónsson þakkaði Eiríki fyrir hönd nefndarinnar ánægjulegt samstarf.

Fleira ekki.
Fundi slitið.