Kjaranefnd STAK og Akureyrarbæjar

2526. fundur 28. febrúar 2001

Kjaranefnd STAK og Akureyrarbæjar - Fundargerð
2. fundur
28.02.2001 kl. 16:00 - 17:17
Geislagata 9


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Þórarinn Jónsson formaður
Jón Ingi Cæsarsson
Arna Jakobína Björnsdóttir
Karl Jörundsson fundarritari


1 Mat á námskeiðum/námi
Lögð fram gögn frá fjórum aðilum yfir námskeið skv. lið 10.2 í kjarasamningi aðila og 10.2.4.
Afgreitt og starfsmannastjóra falið að skrifa út afgreiðslu mála.


2 Starfsmat - endurmat
Erindi dags. 26. febrúar 2001 frá Jóhanni Thorarensen trúnaðarmanni á umhverfisdeild, þar sem hann óskar endurmats á nokkrum störfum hjá deildinni.
Frestað.
Starfsmannastjóra falið að afla frekari gagna.3 Starfsmat - nýtt starf
Ósk um starfsmat. Innsend ný starfslýsing af starfi upplýsingafulltrúa í öldrunarþjónustu.
Málinu vísað til starfsmatsnefndar.4 Iðnfræðingur tæknisviði
Erindi dags. 19. febrúar 2001 frá iðnfræðingi á tæknisviði v/leiðréttingar á innröðun.
Samþykkt að starfið grunnraðist í lfl. 84 frá 1. mars 2001.
Bæjarstjórn 20. mars 20015 Sjúkraliðar Vestur-Hlíð
Erindi dags. 15. febrúar 2001 frá deildarstjóra öldrunardeildar vegna sjúkraliða í Hlíð.
Samþykkt að grein 15 í kjarasamningi um forsvar sjúkraliða á vakt gildi einnig um sjúkraliða í Vestur-Hlíð. Gildi frá 1. janúar 2001.
Bæjarstjórn 20. mars 2001

Fundi slitið kl. 17.17.