Kjaranefnd STAK og Akureyrarbæjar

2574. fundur 26. júní 2001

Kjaranefnd STAK og Akureyrarbæjar - Fundargerð
7. fundur
26.06.2001 kl. 15:00 - 16:15
Geislagata 9


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Þórarinn B. Jónsson formaður
Peter Jones
Arna Jakobína Björnsdóttir
Úlfhildur Rögnvaldsdóttir
Jón Ingi Cæsarsson
Karl Jörundsson fundarritari


1 Forstaða þjónustumiðstöðvar í Víðilundi
Starfslýsing fyrir forstöðu þjónustumiðstöðvar í Víðilundi.
Samþykkt að vísa starfslýsingunni til samstarfsnefndar STAK og Launanefndar sveitarfélaga til umfjöllunnar og ákvörðunar um launaflokkaröðun.


2 Launakjör atvinnuleitarfulltrúa fatlaðra
Erindi dags. 12. júní 2001 frá deildarstjóra fjölskyldudeildar þar sem farið er fram á að launakjör atvinnuleitarfulltrúa fatlaðra verði endurskoðuð.
Samþykkt að vísa erindinu til samstarfsnefndar STAK og Launanefndar sveitarfélaga skv. bókun V í kjarasamningi.


3 Garðyrkjufræðinemar
Röðun garðyrkjufræðinema í launaflokka.
Samþykkt að nemi eftir einn vetur í skóla taki laun skv. launaflokki 74 og nemi eftir tvo vetur í skóla taki laun skv. launaflokki 76.


4 Starfsmaður byggingarfulltrúa
Erindi frá starfsmanni byggingarfulltrúa Jóhannesi Ottóssyni. Erindinu var frestað sbr. 2. lið í fundargerð nefndarinnar 21. maí sl.
Fulltrúar Akureyrarbæjar hafna erindinu. Starfsmannastjóra falið að svara erindinu í samræmi við umfjöllun á fundinum.


5 Kjarasamningur STAK og LN
Bókun V í nýgerðum kjarasamningi STAK og LN.
Vegna bókunar V í kjarasamningum samþykkkir nefndin að fela formanni STAK og starfsmannastjóra Akureyrarbæjar að gera lista yfir þá starfsmenn sem falla undir framangreinda bókun og leggja fyrir nefndina.

Fleira ekki gert.
Fundi slitið.