Kjaranefnd STAK og Akureyrarbæjar

2342. fundur 20. nóvember 2000

Kjaranefnd STAK og Akureyrarbæjar - Fundargerð
14. fundur.
20.11.2000 kl. 09:25 - 11:05
Geislagötu 9


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Ásgeir Magnússon
Vilborg Gunnarsdóttir
Úlfhildur Rögnvaldsdóttir
Arna Jakobína Björnsdóttir
Eiríkur B. Björgvinsson
Karl Jörundsson fundarritari


1 Erindi frá starfsmatsnefnd
Fjallað var um erindi frá starfsmatsnefnd sbr. 1. lið frá 14. nóvember s.l. í fundargerð kjaranefndar.
Samþykkt að vísa framangreindum störfum aftur til starfsmatsnefndar, með ósk um sérstaka skoðun á vægi menntunarþáttar í starfslýsingunum, miðað við fyrri menntunarkröfur til starfanna. Kröfur til menntunar í nýjum störfum sem ekki hafa verið metin áður verði einnig athuguð.          Fleira ekki. Fundi slitið kl. 11.05.