Kjaranefnd STAK og Akureyrarbæjar

2347. fundur 08. nóvember 2000

Kjaranefnd STAK og Akureyrarbæjar - Fundargerð
11. fundur
08.11.2000 kl. 16:00 - 17:40
Geislagötu 9


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Þórarinn B. Jónsson
Úlfhildur Rögnvaldsdóttir
Arna Jakobína Björnsdóttir
Eiríkur B. Björgvinsson
Karl Jörundsson fundarritari


1 Tilnefning frá STAK í starfsmatsnefnd
Svanhildur Svansdóttir ritari HVA tekur sæti í starfsmatsnefnd STAK og Akureyrarbæjar í stað Sigurbjargar Einarsdóttur, þar sem hún er ekki félagsmaður lengur.2 Erindi um endurmat starfs
Erindi frá skólastjóra Brekkuskóla um að starf umsjónarmanns skólans verði tekið til endurmats.
Kjaranefnd samþykkir að störf umsjónarmanna við grunnskóla Akureyrarbæjar grunnraðist í launaflokk 72 frá 1. júlí 2000.


3 Mat á námi/námskeiðum
Lögð fram gögn yfir námskeið skv. lið 10.2 í kjarasamningi aðila.
Afgreitt og starfsmannastjóra falið að skrifa út afgreiðslu mála.


4 Félagsstarf aldraðra í Kjarnalundi
Umsjón félagsstarfs.
Samþykkt að starf við umsjón félagsstarfs aldraðra í Kjarnalundi grunnraðist í launaflokk 70.


5 Störf sjúkraliða á Hlíð og Kjarnalundi
Skv. 15. gr. í sérákvæði kjarasamnings aðila skulu "sjúkraliðar sem hafa forsvar o.s.frv." raðast einum launaflokki hærra en ella.
Kjaranefnd samþykkir að sjúkraliðar skv. framanskráðu raðist tveimur launaflokkum hærra en ella, frá 1. nóvember 2000.


6 Vinnureglur
Vinnureglur fyrir starfslýsingagerð.
Umræðum frestað.          Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17.40.