Kjaranefnd STAK og Akureyrarbæjar

2465. fundur 18. desember 2000

Kjaranefnd STAK og Akureyrarbæjar - Fundargerð
16. fundur.
18.12.2000 kl. 09:00 - 10:30
Geislagata 9


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Þórarinn B. Jónsson formaður
Jón Ingi Cæsarsson
Úlfhildur Rögnvaldsdóttir
Arna Jakobína Björnsdóttir
Eiríkur B. Björgvinsson
Karl Jörundsson


1 Launaflokkaröðun
Launaflokkaröðun.
Kjaranefnd samþykkir launaflokkaröðun á 19 störfum skv. meðfylgjandi fylgiskjali.
Eiríkur Bj. Björgvinsson vék af fundi meðan fjallað var um störf á íþrótta- og tómstundadeild.
Þar með eru afgreiddar niðurstöður starfsmatsnefndar dags. 17. ágúst, 4. og 25. september
og 4. október s.l.2 Launakjör mælingamanns
Erindi dags. 10. nóvember s.l. frá mælingamanni á tæknideild og erindi deildarstjóra tæknideildar dags. 1. desember s.l. um launakjör hans.
Afgreiðslu frestað.


3 Hjúkrunarfræðingur/ljósmóðir í STAK
Launaflokkur.
Samþykkt að starf ljósmóður í Hlíð taki laun skv, launaflokki 88 í kjarasamningi aðila.
Bæjarstjórn 16.01.2001


4 Húsverðir/ritarar
Erindi frá skólastjóra Giljaskóla dags. 2. nóvember s.l., þar sem farið er fram á endurskoðun á launum húsvarðar og ritara sem starfa í skólanum.
Kjaranefnd hefur afgreitt breytingu á launum húsvarða í skólum sbr. bókun nefndarinnar
8. nóvember s.l., liður 2.
Samþykkt að þeir starfsmenn Akureyrarbæjar sem bera starfsheitið ritari taki laun skv. launaflokki 72 í kjarasamningi aðila. Breytingin taki gildi frá 1. desember 2000.
Bæjarstjórn 16.01.2001Fleira ekki. Fundi slitið kl. 10.30.