Kjaranefnd STAK og Akureyrarbæjar

1942. fundur 25. maí 1999

Kjaranefnd 25. maí 1999.Ár 1999, þriðjudaginn 25. maí kom kjaranefnd saman til fundar að Geislagötu 9.
Fundurinn hófst kl. 10.00. Undirrituð voru mætt.

Þetta gerðist:

     1. Erindi frá Guðrúnu Sigurðardóttur deildarstjóra ráðgjafardeildar, þar sem farið er fram á starfsmat á staðgengli deildarstjóra, verkstjóra í barnavernd, verkstjóra í málefnum fatlaðra og verkstjóra í félagsþjónustu.
     Samþykkt.

     2. Erindi frá Önnu M. Níelsdóttur og Jakobínu Káradóttur vegna óska um mat á námi við Félagsvísindadeild HÍ.
     Hafnað, enda samræmist það ekki kjarasamningi.

     3. Erindi frá Jakobínu Káradóttur ráðgjafa á Ráðgjafardeild vegna mats á námskeiðum.
     Hafnað þar sem hluti upptalinna námskeiða uppfylla ekki samninga um launaflokkahækkun.

     4. Starfsmatsnefnd mætti til umræðu um framkvæmd starfsmats. Nefndina skipa þau Anna Þóra Baldursdóttir og Gunnar Frímannsson frá Akureyrarbæ og Hólmkell Hreinsson og Sigurbjörg Einarsdóttir frá STAK. Nefndinni falið að vinna áfram út samningstímabilið. Nýráðnum starfsmanni nefndarinnar falið að hefja vinnu við starfslýsingar.

     Fleira ekki gert.
     Fundi slitið kl. 12.10.

Þórarinn B. Jónsson
Ásgeir Magnússon
Árni V. Friðriksson
Karl Jörundsson
Arna Jakobína Björnsdóttir
Eiríkur Bj. Björgvinsson