Kjaranefnd STAK og Akureyrarbæjar

1943. fundur 03. nóvember 1999

Kjaranefnd 3. nóvember 1999.


Ár 1999, miðvikudaginn 3. nóvember kom kjaranefnd STAK og Akureyrarbæjar saman til fundar að Geislagötu 9. Fundurinn hófst kl. 17.00.

Undirrituð voru mætt.

Þetta gerðist:

1. Erindi frá skrifstofustjóra hjá öldrunarþjónustu í Hlíð um að starf hennar verði tekið til endurmats.
        Samþykkt.

2. Héraðsskjalavörður óskar eftir að starf skjalavarðar við Héraðsskjalasafnið verði tekið til endurmats.
        Samþykkt.

3. Íþrótta- og tómstundafulltrúi óskar eftir endurmati á störfum umsjónarmanna félagsmiðstöðva.
        Samþykkt.

4. Erindi frá formanni STAK, þar sem óskað er eftir mati á starfi fyrir starfsmann sem vinnur að gerð starfslýsinga.
        Samþykkt.

5. Erindi frá Þorsteini Konráðssyni um endurmat á starfi hans hjá SVA.
        Samþykkt.

6. Samþykkt mat á námskeiðsgögnum samkvæmt framlögðum gögnum.

7. Samþykkt að störf þeirra sem vinna á Plastiðjunni Bjargi og taka laun eftir kjarasamningi STAK og Akureyrarbæjar fari í starfsmat.

8. Niðurstöður starfsmats frá starfsmatsnefnd á sex störfum.
        Kjaranefnd samþykkir launaflokkaröðun skv. meðfylgjandi fylgiskjali.

Áður en næsti liður var tekinn á dagskrá vék varaformaður STAK Eiríkur Björn Björgvinsson af fundi.

9. Breyting á tengingu starfsmats við launaflokka.
        Launanefnd sveitarfélaga hefur samþykkt breytta tengingu frá 1. ágúst 1999.

10. Erindi rafveitustjóra um endurmat á starfsiverkefnisstjóra hjá fjármáladeild Rafveitunnar.
        Samþykkt.

Fleira ekki.
Fundi slitið kl. 19.30.

Þórarinn B. Jónsson
Ásgeir Magnússon
Úlfhildur Rögnvaldsdóttir
Karl Jörundsson
Arna Jakobína Björnsdóttir
Eiríkur Björn Björgvinsson