Jafnréttisnefnd

7796. fundur 02. október 2006
50. fundur
02.10.2006 kl. 15:00 - 17:00
Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Margrét Kristín Helgadóttir formaður
Baldur Dýrfjörð
María H. Marinósdóttir
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
Guðlaug Kristinsdóttir
Katrín Björg Ríkarðsdóttir ritaði fundargerð


1 Könnun á launum grunnskólakennara
2005010120
Hjördís Sigursteinsdóttir sérfræðingur hjá RHA kynnti niðurstöður könnunar sem gerð var á launum grunnskólakennara á Akureyri sl. vetur. Ekki er sjáanlegur munur á launum kvenna og karla þegar tekið er mið af starfssviði, aldri, vinnutíma eða skólastofnun. Hins vegar er eftirvinna sá þáttur sem hefur hvað mest áhrif á mismunandi heildarlaun innan hvers starfs og skólastofnunar. Einnig er athyglisvert að karlmenn eru fremur stjórnendur stærstu skólanna.
Jafnréttis- og fjölskyldunefnd beinir því til skólastjóra að gæta að kynjasjónarmiðum við úthlutun yfirvinnu.


2 Fjárhagsáætlun 2007 - jafnréttis- og fjölskyldunefnd
2006090081
Lögð fram tillaga að fjárhagsáætlun ársins 2007.
Jafnréttis- og fjölskyldunefnd samþykkir framlagða tillögu að fjárhagsáætlun fyrir árið 2007 með þeim fyrirvara að taka þurfi fjárhagsáætlun upp að nýju eftir sameiningu þessarar nefndar og áfengis- og vímuvarnanefndar.


3 Samþykktir fyrir fastanefndir 2006 - fjölskylduráð
2006090040
Í framhaldi af fundi stjórnsýslunefndar 27. september sl. fór fram umræða um erindisbréf fyrir fjölskylduráð.
Jafnréttis- og fjölskyldunefnd felur formanni og varaformanni að óska eftir fundi með stjórnsýslunefnd um nafn nýrrar nefndar.


4 Kvennafrídagurinn 24. október
2006090083
Formaður minntist þess að í ár eru liðin 31 ár frá kvennafrídeginum.
Nefndin felur jafnréttisráðgjafa að minna bæjarbúa á daginn.


5 Femínistafélag Akureyrar - styrkbeiðni
2006090089
Erindi dags. 26. september 2006 frá Dagnýju Rut Haraldsdóttur f.h. Femínistafélags Akureyrar þar sem óskað er eftir styrk að upphæð 10.000 kr. vegna viðburðar á afmælisdegi kvennafrídagsins
24. október.
Jafnréttis- og fjölskyldunefnd samþykkir að veita Femínistafélaginu 10.000 kr. styrk.
Guðlaug Kristinsdóttir óskar bókað að hún situr hjá við afgreiðslu.
Margrét Kristín Helgadóttir formaður vék af fundi við umræður og afgreiðslu þessa liðar og varaformaður Baldur Dýrfjörð stýrði fundi á meðan.6 Könnun á viðhorfi til jafnréttismála
2006090082
Jafnréttisráðgjafi kynnti niðurstöður könnunar sem gerð var meðal stjórnenda hjá Akureyrarbæ
sl. vor.
Nefndin lýsir ánægju sinni með könnunina og telur margt í henni geta gagnast við endurskoðun jafnréttisstefnu bæjarins.Fundi slitið.