Jafnréttisnefnd

7751. fundur 18. september 2006
Jafnréttis- og fjölskyldunefnd - Fundargerð
49. fundur
18.09.2006 kl. 15:30 - 17:00
Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Margrét Kristín Helgadóttir formaður
Baldur Dýrfjörð
María H. Marinósdóttir
Gerður Jónsdóttir
Margrét Ríkarðsdóttir
Katrín Björg Ríkarðsdóttir ritaði fundargerð


1 Samþykktir fyrir fastanefndir 2006 - fjölskylduráð
2006090040
2. liður í fundargerð stjórnsýslunefndar dags. 13. september 2006:
"Lögð voru fram drög að nýjum og endurskoðuðum samþykktum fyrir fastanefndir í samræmi við samstarfssamning meirihlutaflokkanna í bæjarstjórn 2006 - 2010.
Breytingum á samþykktum er vísað til viðkomandi nefnda. Menningarmálanefnd er falið að fjalla um samþykkt fyrir stjórn Akureyrarstofu og jafnréttis- og fjölskyldunefnd um samþykkt fyrir fjölskylduráð. Mælst er til þess að nefndirnar ljúki umfjöllun sinni fyrir næsta fund stjórnsýslunefndar sem er áætlaður 27. september."
Meirihluti jafnréttis- og fjölskyldunefndar leggur til eftirfarandi breytingar á drögum að samþykkt sameinaðra nefnda:
Meirihluti nefndarinnar leggur til að ráðið fái heitið samfélags- og mannréttindaráð.
7. gr. hljóði svo: "Samfélags- og mannréttindaráð heldur að jafnaði 2 fundi í mánuði." Að öðru leyti verði greinin óbreytt.
9. gr. hljóði svo: "Bæjarstjóri ræður framkvæmdastjóra samfélags- og mannréttindaráðs..." Að öðru leyti verði greinin óbreytt. Þar sem stendur fjölskylduráð annars staðar í drögum að samþykkt standi samfélags- og mannréttindaráð.
Að öðru leyti samþykkir meirihluti jafnréttis- og fjölskyldunefndar drögin.

Gerður Jónsdóttir óskar bókað:
Ég tek ekki þátt í afgreiðslu samþykktar fyrir nýja nefnd þar sem ég tel að jafnréttismálum verði ekki sinnt nægjanlega með nýju fyrirkomulagi.

Margrét Ríkarðsdóttir óskar bókað:
Ég efast um skilvirkni nýrrar nefndar miðað við skilvirkni þeirra nefnda sem fyrir eru og sit því hjá við afgreiðslu málsins.
Fundi slitið.